Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór Ingvi meistari en verður ekki með landsliðinu vegna smits í Malmö
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 9. nóvember 2020 kl. 12:26

Arnór Ingvi meistari en verður ekki með landsliðinu vegna smits í Malmö

Arnór Ingvi Traustason varð sænskur meistari með Malmö þegar liðið vann 4:0 sigur á Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Suðurnesjamaðurinn verður hins vegar ekki í landsliðshópi Íslands sem kemur saman á miðvikudag, vegna smits sem kom upp í leikmannahópi Malmö.

KSÍ sendi frá sér tilfinningu í morgun, þar sem sagt er frá því að ákveðið hafi verið að Arnór Ingvi verði ekki í leikmannahópnum. Ákvörðunin sé tekin til að gæta fyllstu varúðar í sóttvörnum íslenska liðsins fyrir mikilvæga leikinn gegn Ungverjum. Arnór Ingvi átti að hitta hópinn í Augsburg í Þýskalandi. Hann hafði í tvígang fengið neikvætt úr skimunum fyrir veirunni en „Hlutirnir gerast hratt á Covidi-tímum,“ segir í tilkynningu KSÍ. Arnór hefur verið í byrjunarliði Íslands í síðustu leikjum liðsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Arnór lagði upp fjórða og síðasta mark leiksins í stórsigri liðsins í gær. Malmö er með tíu stigum meira en Elfsborg í sænsku deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Malmö er því búið að tryggja sér sigur í deildinni.

Þetta er í annað sinn sem landsliðsmaðurinn verður meistari með liði í Svíþjóð. Hann vann titilinn með Norrköping árið 2015.