Arnór Ingvi lánaður til Noregs
Keflavík hefur ákveðið að lána miðjumanninn unga Arnór Ingva Traustason til Sandnes Ulf í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arnór mun því ekki leika meira með liðinu í Pepsi-deildinni þetta sumarið.
Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur, staðfesti þetta við vefsíðuna Fótbolta.net í gær. Hann sagði einnig að Sandnes Ulf muni svo hugsanlega kaupa Arnór ef hann nær að heilla á lánstímanum.
Arnór Ingvi er fæddur 1993 og hefur verið einn besti leikmaður Keflavíkur í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar og skorað fjögur mörk. Hann var einnig valinn í úrvalslið umferða 1-11 í deildinni.
„Það er mjög slæmt fyrir okkur að missa hann en svona er fótboltinn. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir svona tækifæri hjá ungum leikmanni. Ég er í raun stoltur af því hve vel hann hefur staðið sig og náð að vekja athygli," segir Zoran Ljubicic.
Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur, staðfesti þetta við vefsíðuna Fótbolta.net í gær. Hann sagði einnig að Sandnes Ulf muni svo hugsanlega kaupa Arnór ef hann nær að heilla á lánstímanum.
Arnór Ingvi er fæddur 1993 og hefur verið einn besti leikmaður Keflavíkur í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar og skorað fjögur mörk. Hann var einnig valinn í úrvalslið umferða 1-11 í deildinni.
„Það er mjög slæmt fyrir okkur að missa hann en svona er fótboltinn. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir svona tækifæri hjá ungum leikmanni. Ég er í raun stoltur af því hve vel hann hefur staðið sig og náð að vekja athygli," segir Zoran Ljubicic.