Arnór Ingvi í nýjum búningi á næstu keppnistíð
Arnór Ingvi Traustason mun leika með gríska stórliðinu AEK frá Aþenu á næstu keppnistíð á láni frá Rapid Vín. Þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í kvöld. Suðurnesjamaðurinn fór í læknisskoðun í Grikklandi í dag en samningurinn við gríska liðið er þannig að félagi geti keypt hann að loknum leigusamningi.
Arnór Ingvi náði aldrei að sýna sitt rétta andlit hjá austuríska liðinu en Suðurnesjamaðurinn hefur átt fast sæti í landsliðshópi Heimis Hallgrímssonar og skoraði sigurmark Íslands gegn Austurríki á EM í fyrra.