Arnór Ingvi í liði fyrri umferðar Pepsi deildarinnar
Arnór Ingvi Traustason leikmaður Keflavíkur hefur verið valinn í úrvalslið fyrri hluta úrvalsdeildar karla, Pepsi-deildarinnar. Tilkynnt var um valið í hádeginu í dag en Arnór var einnig valinn í samskonar úrvalslið af vefsíðunni fótbolta.net á dögunum.
Íslandsmeistarar KR eiga tvo leikmenn í úrvalsliðinu, Breiðablik, Keflavík, ÍBV, Valur og Stjarnan einn mann hvert félag.
Úrvalsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum
Markvörður: Hannes Þór Halldórsson, KR.
Varnarmenn: Alexander Scholz, Stjörnunni, Guðjón Árni Antoníusson, FH, Guðmann Þórisson, FH, Kristinn Jónsson, Breiðabliki.
Miðjumenn: Arnór Ingvi Traustason, Keflavík, Björn Daníel Sverrisson, FH, Rúnar Már S. Sigurjónsson, Val.
Sóknarmenn: Atli Guðnason, FH, Christian Olsen, ÍBV, Óskar Örn Hauksson, KR.
Þjálfari umferðanna: Heimir Guðjónsson, FH.
Dómari umferðanna: Erlendur Eiríksson.