Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór Ingvi efnilegastur í Pepsi deildinni
Fimmtudagur 3. október 2013 kl. 19:26

Arnór Ingvi efnilegastur í Pepsi deildinni

Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason var kjörinn efnilegasti leikmaður Pepsi deildar karla í fótbolta, á lokahófi KSÍ sem fram fór í kvöld.

Miðjumaðurinn Arnór lék afar vel með Keflvíkingum í sumar og eins hefur hann átt fast sæti í U21 liði Íslands sem er að gera það gott um þessar mundir. Arnór hefur vakið áhuga erlendra liða og líklegt þykir að hann verði kominn út í atvinnumennsku áður en langt um líður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það eru leikmenn Pepsi deildarinnar sem kjósa um efnilegsta leikmann ársins og því er augljóst að Arnór er í miklum metum í deildinni.