Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór Ingvi á reynslu til Norköpping
Arnór Ingvi hefur skorað þrjú mörk fyrir Keflavík í sumar.
Þriðjudagur 2. júlí 2013 kl. 15:41

Arnór Ingvi á reynslu til Norköpping

Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason mun á næstu dögum halda til sænska liðsins Norköpping þar sem hann verður til reynslu. Vísir.is greinir frá þessu í dag.

Arnór hefur leikið vel með Keflvíkingum í sumar og skorað þrjú mörk í 10 leikum í deild og bikar. Arnór, sem er tvítugur að aldri og leikur á miðjunni, hefur stigið upp í liði Keflavíkur í sumar og er orðinn einn af lykilmönnum liðsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég verð úti hjá þeim núna frá sjöunda til ellefta júlí. Mér líst bara vel á þetta," sagði Arnór Ingvi við Vísi í dag.

Með Norköpping leikur Gunnar Heiðar Þorvaldsson en hann hefur verið duglegur að raða inn mörkum fyrir félagið. Arnór var á láni hjá norska liðinu Sandnes Ulf á síðustu leiktíð en snéri svo aftur til Keflavíkur og hefur leikið með liðinu það sem af er sumri.