Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Arnór byrjaði í tapi Rapid
Sunnudagur 31. júlí 2016 kl. 18:17

Arnór byrjaði í tapi Rapid

Arnór Ingvi Traustason var í fyrsta sinn í byrjunarliði Rapid Wien þegar liðið beið lægri hlut fyrir SC Rheindorf Altach í austurrísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arnór hefur komið við sögu í tveimur leikjum en nú var hann í fyrsta sinn í byrjunarliðinu þar sem hann var í stöðu vinstri kantmanns. Arnór átti fínt færi í leiknum sem hann náði ekki að nýta, en niðurstaðan var 1-0 tap hjá Vínarliðinu. Rapid situr í þriðja sæti deildarinnar eftir aðeins tvær umferðir með einn sigur og eitt tap.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024