Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór átt erfitt uppdráttar í Austurríki
Miðvikudagur 22. febrúar 2017 kl. 16:45

Arnór átt erfitt uppdráttar í Austurríki

Horfir bjartsýnn fram á veginn

Knattspyrnumaðurinn Arnór Ingvi Traustason hefur átt erfitt með að aðlagast austurríska boltanum eftir að hann samdi við stórliðið Rapid Wien í fyrra. Arnór var í viðtali hjá austurrískum fjölmiðli þar sem hann segist meðvitaður um það að hann hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar eru til dýrasta leikmanns í sögu félagsins. Fótbolti.net greinir frá málinu.

„Ég get skilið það að þegar félagið gerir svona kaup þá séu miklar væntingar hjá stuðningsmönnum. En sjálfstraustið hjá mér er að aukast og ég vonast til að geta sýnt að ég hef vaxið sem leikmaður,“ sagði Arnór sem hefur þurft að venjast því að lifa í stórborginni Vín. „Ég kom frá bæ með 15 þúsund íbúum. Svo flutti ég til Norrköping þar sem 120 þúsund búa. Nú bý ég í tveggja milljóna borg. Það er mikill munur en maður þarf að venjast. Þetta er alltaf að verða betra og betra. Vín er falleg borg.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Arnór sér ekki eftir að hafa farið til félagsins og horfir fram á veginn.