Árni Sigfússon sæmdur gullmerki KKÍ
Í lokahófi KKÍ sem haldið var í Stapanum í Njarðvík sl. miðvikudag var Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar sæmdur gullmerki KKÍ. Árni hefur um langt skeið komið að körfuknattleik sem áhorfandi, stuðningsaðili og nú síðast sem bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Það var Ólafur Rafnsson formaður KKÍ sem afhenti Árna gullmerkið.
Vf-mynd/Bjarni - Árni ávarpaði gesti á körfuboltahátíð Reykjanesbæjar.