Árni setti Íslandsmet í Peking
Árni Már Árnason, sundkappi úr ÍRB, setti Íslandsmet í 50 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking. Hann synti á 22.81 sekúndum og sló met Arnar Arnarsonar en það var 23,02 sekúndur. Hann varð í þriðja sæti í sínum undanriðli en fyrir sundið í morgun var Árni með lakasta besta tíma af þeim átta sem hann atti kappi við í morgun. Hann lenti í 44. sæti af 97 keppendum í þessari grein. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Árna en hans aðalgreinar eru bringusund og fjórsund.
VF-MYND/Þorgils: Árni Már Árnason setti glæsilegt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi í morgun.