Árni og Erla Dögg náðu glæsilegum árangri
Sundparið Árni Már Árnason og Erla Dögg Haraldsdóttir frá ÍRB sem stunda nám við Old Dominion háskólann í Virginu fylki Bandaríkjanna, náðu glæsilegum árangri á meistaramóti CAA, sem er deild innan þeirra fylkis síðustu helgi. Árni var valinn sundmaður mótsins og telst það frábær viðurkenning. Hann vann allar þrjár einstaklingsgreinarnar sem hann tók þátt í, en hann var alveg við sína bestu tíma í 100 og 200 yarda bringu og í 100 yarda bringusundi náði Árni 10. besta tíma tímabilsins yfir alla háskólasundmenn landsins sem er frábær árangur. Einnig setti Árni mótsmet í 200 yarda fjórsundi. Erla bætti sig í öllum sínum greinum 100 og 200 yarda bringu og 200 yarda fjórsundi og setti skólamet í þeim öllum um leið. Erla fékk tvö silfur og eitt brons á mótinu. Bæði náðu þau lágmörkum til þátttöku á Háskólameistaramót NCAA sem er milli allra háskóla landsins og mun Erla taka þátt þar í fyrsta sinn en Árni hefur einu sinni áður komist inn. Landsmót Erlu fer fram í Texas eftir tvær vikur en Árni keppir viku síðar í Minnesota.
EJS