Árni Már sundkappi var kjörinn Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2009
Árni Már Árnason, sundmaður var kjörinn Íþróttamaður Reykjanesbæjar í dag, borðtennismaðurinn Jóhann Rúnar Kristjánsson varð annar og knattspyrnumaðurinn Simun Eller Samuelsson þriðji. Tvöhundruð og tólf Íslandsmeistarar Reykjanesbæjar voru heiðraðir í uppskeruhófi Íþróttabandalags Reykjanesbæjar í Íþróttahúsi Njarðvíkur. Árni Sigfússon, bæjarstjóri sagði það eflaust einsdæmi að um 10% iðkenda í bæjarfélaginu hömpuðu Íslandsmeistaratitli á árinu en iðkendur íþrótta í Reykjanesbæ eru yfir tvö þúsund. Árni Már er unnusti Erlu Daggar Haraldsdóttur sem var kjörin Íþróttamaður Reykjanesbæjar síðustu tvö ár á undan. Bikarinn verður því líklega áfram á sömu hillu. Þau stunda nám í Bandaríkjunum samhliða sundiðkun sinni.
Íþróttamenn allra greina hjá Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar 2009:
Fimleikamaður Reykjanesbæjar 2009
Berglind Björk Sveinbjörnsdóttir úr fimleikadeild Keflavíkur
Sundamaður Reykjanesbæjar 2009
Árni Már Árnason hjá sunddeild UMFN
Lyftingamaður Reykjanesbæjar 2009
Ragnar Axel Gunnarsson úr Massa, Lyftinga- og líkamsræktardeild UMFN
Knattspyrnumaður Reykjanesbæjar 2009
Símun Eiler Samuelsen leikmaður Keflavíkur.
Hestaíþróttamaður Reykjanesbæjar 2009
Ólöf Rún Guðmundsdóttir úr Hestamannafélaginu Mána.
Íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæjar 2009
Jóhann Rúnar Kristjánsson hjá Íþróttafélaginu NES
Skotmaður Reykjanesbæjar 2009
Árni Pálsson úr skotdeild Keflavíkur
Körfuknattleiksmaður Reykjanesbæjar 2009
Hörður Axel Vilhjálmsson leikmaður Keflavíkur
Kylfingur Reykjanesbæjar 2009
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson kylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja
Hnefaleikamaður Reykjanesbæjar 2009
Hafsteinn Smári Óskarsson úr Hnefaleikafélagi Reykjaness
Taekwondomaður Reykjanesbæjar 2009
Antje Muller úr Taekwandoo-deild Keflavíkur
Badmintonmaður Reykjanesbæjar 2009.
Margrét Vala Kjartansdóttir, fimleikadeild Keflavíkur.
Jóhann Rúnar, Árni Már og Hólmar Örn Rúnarsson sem tók við verðlaunum fyrir hönd Simuns Samuelssonar. VF-myndir/pket.
Íslandsmeistarar úr Reykjanesbæ voru 212 á árinu 2009. Hér sést stór hluti þeirra sem voru mættir við afhendingu í dag.
Erla Haraldsdóttir var kjörin Íþróttamaður Reykjanesbæjar í fyrra og árið 2007 og bikarinn er því áfram á heimili þeirra en þau eru par og búa saman. Bikarinn fer því líklega aftur á sömu hillu. Ekki oft sem svona lagað gerist. Þrú ár í röð í sömu fjölskyldu.