Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Árni Már náði Ólympíulágmarkinu
Miðvikudagur 11. júní 2008 kl. 15:33

Árni Már náði Ólympíulágmarkinu

Sundmaðurinn Árni Már Árnason úr ÍRB náði í dag Ólympíulágmarkinu í 50 metra skriðsundi á stóru alþjóðlegu sundmóti í Barcelona. 

Árni Már hitti heldur betur á gott sund því hann synti nákvæmlega á  Ólympíulágmarkinu eða á 23,13 sekúndum og mun því fylgja unnustu sinni Erlu Dögg Haraldsdóttur til Peking.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Erla Dögg og Birkir Már Jónsson liðsfélagi þeirra voru einnig á meðal þátttakenda á mótinu í Barcelona og stóðu sig með prýði. Næst halda þau til Canet í Frakklandi og hefst keppni á því móti á laugardaginn.

VF-mynd/Þorgils