Árni Már íþróttamaður UMFN 2009
Árni Már Árnason, sundmaður, var valinn Íþróttamaður UMFN 2009 á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Hann stóð sig mjög vel á þeim sundmótum sem hann tók þátt í hérlendis sem erlendis. Skemmst er að minnast þess að Árni Már var um síðustu áramót kjörinn Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2009 og er meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.
Einar Valur Árnason var valinn knattspyrnumaður ársins hjá félaginu, Magnús Þór Gunnarsson körfuknattleiksmaður ársins og Ragnar Axel Gunnarsson lyftingamaður ársins.
Á fundinum voru veitt sex gullmerki en þau hlutu: Eðvarð Þór Eðvarðsson, Ingólfur Ólafsson, Kristinn Pálsson, Kristján Pálsson, Logi Halldórsson, Steindór Gunnarsson
Hjónin Alexander Ragnarsson og Bylgja Sverrisdóttir fengu Ólafsbikarinn fyrir mikið og gott starf hjá unglingaráði körfuknattleiksdeildar.