Árni Freyr í marki Keflavíkur í kvöld
Á föstudaginn kom Áfrýjunarnefnd KSÍ saman og fjallaði um sýknun Keflavíkur á þeirri ákvörðun framkvæmdastjóra KSÍ um að veita liðinu ekki undanþágu til þess að fá til sín nýjan markvörð vegna meiðsla Ómars Jóhannssonar. Nefndin staðfesti ákvörðun framkvæmdastjóra sambandsins og því munu Keflvíkingar ekki fá undanþáguna. Árni Freyr mun því standa á milli stanganna þar til Ómar nær sér af meiðslunum en inná bekkinn kemur 16 ára markvörður úr þriðja flokk liðsins.
Í kvöld mæta Keflvíkingar Selfyssingum á Njarðtaksvellinum og hefst leikurinn klukkan 19:15. Á sama tíma munu Grindvíkingar etja kappi við FH í Kaplakrikanum undir stjórn Milan Stefáni Jankovic.
Mynd/Jón Örvar Arason - Árni Freyr mun verja mark Keflvíkinga í kvöld