Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Árni er Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2012 - video
Árni tók við verðlaunum í dag í Íþróttahúsinu í Njarðvík.
Mánudagur 31. desember 2012 kl. 14:38

Árni er Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2012 - video

- er að hætta í sundinu.

Árni Már Árnason sundmaður hjá ÍRB er Íþróttamaður Reykjanesbæjar árið 2012. Árni keppti í skriðsundi á Ólympíuleikunum í London í sumar en áður hafði hann verið þátttakandi á leikunum í Peking árið 2008. Á báðum leikum synti Árni á 22,81 sekúndum sem er Íslandsmet. Árni er jafnan talinn hraðasti sundmaður Íslendinga.

Árni vann til þrennra gullverðlauna á ÍM50. Hann vann svo gull í 50 metra bringusundi, 50 metra skriðsundi og 100 metra skriðsundi ásamt silfurverðlaunum í 100 metra bringusundi. Árni náði lágmörkum í nokkur landsliðsverkefni á vegum Sundsambands Íslands þar sem hann stóð sig afar vel. Hann keppti á EM50 ( Evrópumeistaramótinu í 50m. laug ) og á Mare Nostrum mótaröðinni. Á Mare Nostrum tvíbætti hann  íslandsmetið í 50m skriðsundi með flottum sundum og náði með því að bæta aðal rósinni í hnappagatið og ná lágmarki á Ólympíuleikana í London. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024