Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Arngrímur næststerkasti nýliðinn
Arngrímur Arngrímsson. Mynd: Ásrún Ösp Vilmundardóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
miðvikudaginn 27. júlí 2022 kl. 09:40

Arngrímur næststerkasti nýliðinn

Suðurnesjamaðurinn Arngrímur Arngrímsson landaði 2. sæti í -105 kg. flokki á aflraunamótinu Sterkasti nýliðinn sem fór fram um helgina. Keppt var í hinum ýmsu alfraunum og ströng skilyrði voru fyrir því hverjir máttu taka þátt en keppendur máttu sem dæmi ekki hafa lent í fyrstu fimm sætunum á stórum mótum á Íslandi. 

Eftir að bróðir Arngríms ákvað að taka þátt ákvað hann að slást með í för og hann sér ekki eftir því. „Mér gekk mun betur en ég var að búast við og kom sjálfum mér verulega á óvart,“ segir hann. Arngrímur hefur æft Crossfit og ólympískar lyftingar í nokkur ár og segir hann það hafa hjálpað hvað varðar tækni og styrk. „Undirbúningurinn fyrir mótið var voða lítill, ég fór tvisvar sinnum upp í Thors Power sem er líkamsrækt með öllum tækjunum í þetta sport og þar prófaði ég poka kastið og loggið. Síðan lét ég bara vaða í keppnina, það hjálpaði rosalega mikið að vera búinn að æfa Crossfit og ólympískar lyftingar fyrir þetta,“ segir hann.

Keppendur á Sterkasta nýliðanum. Mynd: Ásrún Ösp Vilmundardóttir

Arngrímur hefur tvisvar sinnum tekið þátt í litlum aflraunamótum á Hvammstanga og sigraði þau bæði. „Þau mót eru ekki viðurkennd stórmót heldur bara bæjarhátíðarmót um það hver er sterkastur,“ segir Arngrímur. Aðspurður hvort hann stefni á að taka þátt í fleiri mótum segir hann: „Ég mun klárlega gera það, þar sem þetta mót kveikti áhuga minn mjög mikið. Ég stefni á að keppa í sterkasti maður Suðurnesja sem er haldið á Ljósanótt næst.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Arngrímur Arngrímsson. Mynd: Ásrún Ösp Vilmundardóttir