Arnar með enn eitt metið
Keflvíkingurinn Arnar Helgi Lárusson bætti enn einu Íslandsmetinu í hjólastólaakstri í safn sitt um helgina. Að þessu sinnu var það maraþon en þar mældist Arnar á tímanum 2:03,12,30 sem er töluverð bæting. Arnar fór fyrri hringinn á 1:05,03 en þann seinni á 58,10. Arnar var að keppa í Sviss á sterku móti þar sem hann setti alls níu Íslandsmet. Sannarlega glæsilegur árangur hjá kappanum. Nánar á http://ifsport.is/.