Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 15. maí 2001 kl. 14:21

Arnar Már Ingibjörnsson og Sigríður Ásgeirsdóttir Íþróttafólk NES árið 2001

Uppskeruhátíð íþróttafélagsins NES var haldin í sal Matarlystar að Iðavöllum 1 í Keflavík 12. maí sl. Mikið var um dýrðir og mættu rúmlega 150 manns á hátíðina, fyrir utan þátttakendur sjálfa mættu þar foreldrar/forráðamenn ættingjar og vinir sem skemmtu sér mjög vel. Hátíðin byrjaði kl. 16:30 með glæsilegu hlaðborði frá Matarlyst. Síðan var skemmtidagskrá sem var í höndum krakkana í NES, F.S. og í umsjón Önnu Leu þjálfara. Síðan var happdrætti og verðlaunaafhendingar. Öll verðlaun á þessari hátið voru gefin af Sparisjóðnum í Keflavík. Þar bar hæst val á Íþróttamanni NES 2000 og fyrir valinu voru tveir einstaklingar og voru það Arnar Már Ingibjörnsson og Sigríður Ásgeirsdóttir, þess má geta að Arnar hlaut þennan titil þriðja árið í röð. Þau stóðu sig mjög vel þetta tímabil, Arnar varð Íslandsmeistari í 50 m skriðsundi, Íslandsmeistari í hástökki stökk 1.40m. Íslandsmeistari 60m hlaupi 8,4 sek, Íslandsmeistari í kúluvarpi 7.84, hann náði silfurverðlaun í langstökki með og án atrennu, einnig varð hann Íslandsmeistari í boccia sveitakeppni ásamt því að sigra Hængsmótið á Akureyri, sveitakeppni.
Sigríður varð Íslandsmeistari í 50m skriðsundi, Íslandsmeistari í 1. fl. í kúluvarpi 6.92m, meistari í 60m hlaupi 2.fl. 10,8 sek, meistari í langstökki kvenna með og án atrennu, fékk silfurverðlaun í hástökki 1.10. Einnig varð Sigríður Íslansmeistari í Boccia sveitakeppni ásamt því að sigra Hængsmótið á Akureyri, sveitakeppni.
Frjálsíþrótta-og sundmaður NES árið 2001, var valinn Arnar Már Ingibjörnsson fyrir hans afrek. Bocciafólk NES var síðan valið og voru það okkar Íslandsmeistarar í 1. deild Arnar Már Ingibjörnsson, Sigríður Ásgeirsdóttir og Sigurður Benediktsson.
Hvatningarbikar Íþróttasambands fatlaðra var afhentur í fimmta skiptið og er
þaðfarandbikar og afhentur fyrir bestu mætinguna yfir veturinn. Mætingin var mjög góð í vetur eins og undanfarna vetur og fengu alls 17
aðilar mætingaverðlaunin en einn af þeim var með 100% mætingu í vetur og var það Davíð Már Guðmundsson. Hann hefur unnið þennan bikar fjórum sinnum í þau fimm skipti sem hann hefur verið afhentur,ásamt farandbikar fékk hann eignabikar með. Aðrir er fengu bikar fyrir góða mætingu voru Helgi Sæmundsson, Þormar Ingimarsson, Hafsteinn Eðvarðsson, Kristrún Bogadóttir, Arnar Már Ingibjörnsson,Dóra Dís Hjartardóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir, Konráð Rgnarsson, Árni Jakob Óskarsson, Guðný Óskarsdóttir, Bryndís Brynjólfsdóttir, Árni Ragnarsson, Ástvaldur Ragnar Bjarnason, Arnar Ingi Halldórsson, Ívar Egilsson, Valur Freyr Ástuson og Árni Þór Rafnsson.
Framfaraverðlaun NES þetta tímabil voru alls 20 einstaklingar valdnir og eru þetta framfarir yfir allt sem þau hafa verið að taka þátt í. Þetta eru Ástvaldur Ragnar Bjarnason, Ívar Egilsson, Árni Þór Rafnssson, Ásgeir Sigríðarson, Guðmundur Margeirsson, Valur Freyr Ástuson, Einar Þór Björgvinsson, Linda Björg Björgvinsdóttir, Ásdís Helgadóttir, Ásgeir Sigríðarson, Arnar Ingi Halldórsson,
Berglind Daníelsdóttir, Guðmundur Ingi Einarsson, Helga Marín Kristjánsdóttir, Ragnar Ólafsson, Hafsteinn Eðvarðsson, Konráð Ragnarsson,
Sigrún Benediktsdóttir, Vilhjálmur Jónsson og Sóley Valsdóttir.
Síðast var í verðlaunaafhendingu er veitt voru verðlaun fyrir duglegasta aðilan sem stóð uppúr varðandi fjáröflun fyrir félagið þ.e. t.d. fyrir sölu á NES-kaffi, sölu á jólakortum, sölu á NES-klukkum og söfnun auglýsinga á almanak NES.
Þetta er í annað skiptið sem við gerum þetta og er mikil samkeppni á milli allra að standa sig best í fjáröflun og fá verðlaun fyrir.
Annað árið í röð voru það Hafsteinn Eðvarðsson og Þormar Ingimarsson, báðir úr Grindavík og fengu þeir hvor um sig áletraðan platta en þeim var tjáð að samkeppnin er orðin harðari. Einnig fékk Berglind Daníelsdóttir sérstök söluverðlaun fyrir mikinn dugnað sl. mánuði.
Þjálfarar félagsins þau Anna Lea og Brói voru heiðruð frá stjórn NES, foreldrum og krökkunum fyrir vel unnin störf í vetur. Sparisjóðurinn í Keflavík gaf öll verðlaunin á hátíðina og þökkum við þeim kærlega fyrir. Einnig óskum við öllum verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju með sín verðlaun. Skemmtu allir sér mjög vel á þessari hátíð og er greinilegt að mikið starf er unnið hjá NES og sást það best með mjög góðri þátttöku á hófinu ásamt árangri hjá öllum í vetur.
Sumarkveðja frá NES. Það má geta þess að Sparisjóðurinn í Keflavík bauð upp á lokahófið og gaf öll verðlaunin á hófinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024