Arnar Helgi til Lyon á HM fatlaðra
Keppir í hjólastólakappakstri
Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Lyon í Frakklandi dagana 19.-28. júlí næstkomandi. Ísland mun eiga þrjá fulltrúa á mótinu en þar á meðal er Suðurnesjamaðurinn Arnar Helgi Lárusson.
Arnar Helgi mun keppa í flokki T 53 í 100m og 200m spretti í hjólastólakappakstri en Arnar hlaut boð á HM sem eini keppandinn frá Íslandi í hjólastólakappakstri. Boð þessi eru oftar en ekki kölluð „Wild Card“ eða „Direct Invitation“ og er þeim úthlutað til þjóða sem m.a. eru að gangsetja nýjar íþróttagreinar eins og í þessu tilfelli. Arnar hefur frá áramótum rutt veginn að nýju í hjólastólakappakstri eða síðan nafni hans Arnar Klemensson lét til sín taka á níunda áratugnum en síðan þá hafa orðið gríðarlegar breytingar í íþróttinni.
Upplýsingar um mótið og úrslit greina; http://www.paralympic.org/Events/Lyon2013
Sjá einnig facebook síðu og heimasíðu ÍF