HS Veitur
HS Veitur

Íþróttir

Arnar Helgi með nýtt Íslandsmet
Miðvikudagur 15. júní 2016 kl. 10:01

Arnar Helgi með nýtt Íslandsmet

Keflvíkingurinn Arnar Helgi Lárusson setti í vikunni nýtt Íslandsmet í 400 metra hjólastólaakstri á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fer á Ítalíu þessa dagana.

Arnar kom í mark á 1.03.91 mín. sem er tíunda persónulega bætingin hans á árinu og nýtt Íslandsmet eins og áður kemur fram. Arnari tókst þó ekki að tryggja sér þátttökurétt í úrslitum en hann keppir aftur í dag og þá í 100m keppni sem verður jafnframt síðasta keppnin hans á mótinu. Frétt frá ifsport.is

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025