Arnar Helgi fimmti í Swansea
Keflvíkingurinn Arnar Helgi Lárusson varð fimmti í 100m hjólastólakappakstri í flokki T53 á Evrópumeistaramóti fatlaðra í Swansea. Arnar kom í mark á tímanum 18,86 sek. en Íslandsmet hans í greininni er 18,65 sek. Arnar Helgi hefur þó ekki sungið sitt síðasta úti í Swansea en á morgun keppir hann í 200m hjólastólakappakstri en það verður Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir sem opnar daginn fyrir Ísland á morgun þegar hún keppir í langstökki í flokki T37. ifsport.is greinir frá.