Arnar Helgi á leiðinni á HM í Lyon
Suðurnesjamaðurinn Arnar Helgi Lárusson mun keppa á Heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fer í Lyon í Frakklandi dagana 19.-28. júlí næstkomandi.
Arnar Helgi keppa í 100m og 200m spretti í hjólastólakappakstri en Arnar hlaut boð á HM sem eini keppandinn frá Íslandi í hjólastólakappakstri. Boð þessi eru oftar en ekki kölluð „Wild Card“ eða „Direct Invitation“ og er þeim úthlutað til þjóða sem m.a. eru að gangsetja nýjar íþróttagreinar eins og í þessu tilfelli.
Arnar hefur frá áramótum rutt veginn að nýju í hjólastólakappakstri eða síðan nafni hans Arnar Klemensson lét til sín taka á níunda áratugnum en síðan þá hafa orðið gríðarlegar breytingar í íþróttinni.