Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnar Freyr vill klára ferilinn heima
Arnar handsalar samninginn við Sævar Sævarsson hjá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur.
Þriðjudagur 24. júní 2014 kl. 09:22

Arnar Freyr vill klára ferilinn heima

Bakvörðurinn Arnar Freyr Jónsson hefur framlengt samning sinn við Keflavík og mun leika með liðinu á komandi tímabili í Domino's deild karla. Arnar Freyr lék vel með Keflavík í vetur en þá skilaði hann sjö stigum, sex stoðsendingum og þremur fráköstum að meðaltali í leik.

Á heimasíðu Keflavíkur segir að nokkur lið hafi sýnt Arnari áhuga en aldrei hafi verið inni í myndinni hjá kappanum að skipta enda vilji hans að klára ferilinn með uppeldisfélagi sínu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024