Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnar Freyr til UMFG
Fimmtudagur 19. júní 2008 kl. 09:53

Arnar Freyr til UMFG

Enn virðist kvarnast úr meistaraliði Keflavíkur í körfuknattleik því Arnar Freyr Jónsson hefur nú komist að munnlegu samkomulagi um að leika með Grindvíkingum á næsta ári. Þetta kemur fram á vísi.is í dag.
 
Arnar Freyr, sem er leikstjórnandi, hefur leikið allan sinn feril með Keflavík og unnið með þeim fjölmarga titla. Hann var einmitt lykilmaður í liði meistaranna í fyrra, en stríddi við meiðsli árið þar áður.
 
Þannig hafa tveir lykilmenn Keflavíkur yfirgefið skútuna, en fyrirliðinn Magnús Þór Gunnarsson skrifaði undir samning við erkifjendurna í Njarðvík fyrir skemmstu.
 
Ljóst er að Grindvíkingar verða ekki með árennilegt lið á næsta vetri því fyrir hafa þeir tryggt sér starfskrafta Brenton Birmingham og Damon Bailey auk annarra.


VF-mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024