Arnar Freyr inn fyrir Jón Arnór
Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, hefur valið Arnar Frey Jónsson í landsliðshópinn í stað Jóns Arnórs Stefánssonar sem er meiddur. Jón Arnór meiddist í landsleik Íslands og Lúxemburgar í gærkvöldi og verður frá næstu daga með bólginn ökkla.
Íslenska landsliðið heldur til Austurríkis á morgun og leika gegn heimamönnum á laugardag í síðasta leiknum í ár í B-deild Evrópukeppninnar. Síðari hluti riðlakeppninnar verður svo leikinn á næsta ári.
VF-mynd/ Arnar Freyr Jónsson