Arnar Freyr hættur hjá BC Aarhus
Keflvíkingurinn Arnar Freyr Jónsson hefur sagt skilið við BC Aarhus í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Í samtali við vefsíðuna Karfan.is vildi Arnar ekki gefa mikið upp varðandi ástæður þess.
„Ég var bara að segja skilið við þetta bull sem er í gangi hérna,“ sagði Arnar við Karfan.is en alls er óvíst hvað Arnar tekur sér fyrir hendur næst.