Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnar Freyr endurnýjar samning sinn við Keflavík
Miðvikudagur 9. maí 2007 kl. 13:42

Arnar Freyr endurnýjar samning sinn við Keflavík

Bakvörðurinn Arnar Freyr Jónsson endurnýjaði samning sinn við Keflavík nú í vikunni. Arnar skoraði 8 stig að meðaltali í leik í vetur og var með 5.2 stoðsendingar í þeim 18 leikjum sem hann lék með liðinu. Hann meiddist undir lok tímabils í leik gegn Hamri/Selfoss eftir að hafa lennt í samstuði við hinn stóra og stæðilega George Byrd.

 

Arnar lék fyrst með Keflavík árið 2000 og því yfir 100 léki með liðinu ásamt ásamt því að hafa leikið 26 A-landsleiki. Einnig er hann einn af þeim leikmönnum sem tekið hefur þátt í Evrópukeppni með Keflavík fjögur síðustu ár og á sú reynslu eftir að koma sér vel í framtíðinni.

 

Jón Norðal Hafsteinsson skrifaði einnig nýverið undir samnig við deildina ásamt því að Þröstur, Halldór, Jón Gauti, Sigurður Þorsteinsson eru með samning við liðið. Einnig væntir deildin mikils af ungu og efnilegum strákunum s.s Axeli, Elvari, Sigfúsi, Páli og Magna á næsta tímabili. Siguður Sigurðusson sem kom til liðsins fyrir síðasta tímabil mun leika með liðinu áfram og má vænta fleirri frétta af samingsmálum næstu daga.

 

www.keflavik.is

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024