Ármann/Þróttur auðveld bráð
 Keflvíkingar unnu afspyrnu léttan sigur á Ármanni/Þrótti í 16-liða úrslitum Hópbílabikarkeppni karla í kvöld.
Keflvíkingar unnu afspyrnu léttan sigur á Ármanni/Þrótti í 16-liða úrslitum Hópbílabikarkeppni karla í kvöld.
Lokatölur voru 127-54, 73ja stiga munur sem segir sitt um gang leiksins. Tölfræði úr leiknum hefur ekki borist, en allir Keflvíkingarnir fengu að spreyta sig jafn mikið.
Seinni leikur liðanna verður í Sláturhúsinu á fimmtudag og má segja að Keflvíkingar séu næsta öruggir í næstu umferð.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				