Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Árlegt fyrirtækjamót í pílu
Mánudagur 20. október 2014 kl. 08:53

Árlegt fyrirtækjamót í pílu

Fyritæki eru hvött til að taka þátt.

Fyrirtækjamót verður haldið í píluaðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar laugardaginn 8. nóv 2014 og hefst það kl 13:00. Spilað verður 501 best af 17.

Hvert lið skal skipað fjórum mönnum og hvert lið má hafa tvo varamenn. Því mega ekki vera nema sex í hverju liði, en hvert fyrirtæki má senda eins mörg lið og það vill. Einnig má fyrirtæki fá lánað menn sem ekki vinna hjá fyrirtækinu til að spila, en aðeins má fá tvo menn sem hafa spilað með landsliði Íslands frá 2009.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keppt verður um glæsilegan farandsbikar sem verður vistaður í píluaðstöðu P.R. með nafni fyritækisins á og svo fær fyrirtækið eignarbikar. Þá fá liðsmenn verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti.

Allar upplýsingar og skráning hjá Helga Magnússyni í síma 660-8172, fyrir kl 22:00 þann 7. nóvember.

Öll fyrirtæki eru hvött að taka þátt. Tvisvar hefur verið spilað um þennan bikar og hefur fyrirtækið Segull borið sigur bæði skiptin.