Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Árangursrík helgi hnefaleikafólks
Stoltir og efnilegir boxarar.
Þriðjudagur 30. október 2018 kl. 09:34

Árangursrík helgi hnefaleikafólks

Hnefaleikafélag Reykjaness stóð fyrir Diploma hnefaleikamóti fyrir ungmenni núna síðastliðinn Laugardag. Á mótinu voru alls 12 viðureignir og þar af 8 viðureignir með keppendum frá HFR.

Anton Halldórsson fór sínar tvær fyrstu viðureignir og hlaut diploma stigagjöf í báðum, nú er hann að safna upp í bronsmerki í diploma hnefaleikum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sara Möller fór tvær viðureignir og fékk brons fyrir báðar. Þessi efnilega boxkona á núna aðeins tvær viðureignir eftir til að fá bronsmerki.

Kara sif og Björgvin Sveinsson fengu bæði silfurmerki fyrir sínar frammistöður og eru núna að fara að safna upp í gullmerki.

Tómas Ingólfsson átti sína bestu viðureign til þessa og fékk 42,5 stig af 45 mögulegum. Hann Tómas er núna aðeins 2 viðureignum frá því að fá gullmerki, hæstu viðurkenningu í diploma hnefaleikum.