Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 6. janúar 2000 kl. 13:37

ÁRAMÓTAHEIT NR. 1 ER AÐ KOMA ÞYNGDINNI Í JAFNVÆGI!

Líkamsræktarstöðin Perlan hefur undanfarin ár staðið fyrir vinsælum átta vikna aðhaldsnámskeiðum. Á þessum námskeiðum hefur verið lögð áhersla á að veita fólki mikið aðhald bæði er fylgst með þyngd þess og mataræði. Nú í byrjum nýrrar aldar ætlar Perlan, fyrst allra líkamsræktarstöðva á Íslandi, að kenna nýtt aðhaldsnámskeið sem byggt er á mataræði sem kallast 40-30-30 Mataræðið. Á þessu átta vikna námskeiði verður lögð mikil áhersla á að veita fólki mikið aðhald í mataræði og við æfingar. Allir þátttakendur á námskeiðinu fá í hendurnar bókina 40-30-30 Mataræðið, eftir Þórstein Ágústsson, en þar er að finna allar upplýsingar um þetta byltingarkennda mataræði ásamt fjölda uppskrifta. Þórsteinn mun koma og kynna bókina og mataræðið í Perlunni 10. janúar. Anna Sigríður og Sigríður Rósa, leiðbeinendur, munu hins vegar fylgjast með og aðstoða þátttakendur við að fylgja mataræðinu. 40-30-30 Mataræðið á uppruna sinn að rekja til Bandaríkjanna eins og svo margt annað í þessum geira. Mataræðið byggist á því að 40% af kaloríum mataræðisins koma úr kolvetnum, 30% úr próteini og 30% úr fitu. Árum saman hafa hins vegar næringafræðingar ráðlagt okkur að hlutföllin ættu að vera um 60% kolvetni, 15% prótein og 25% fita, en rannsóknir á undanförnum árum hafa sýnt að með því að halda sig við 40-30-30 hlutföllin nær líkaminn að nota sína eigin líkamsfitu betur til orkuvinnslu, fólk grennist meira miðað við aðra sem borða jafnmargar kaloríur. Fólk nær betri stjórn á insúlíninu (hormónið sem stjórnar fitusöfnun), sykurlöngun hverfur og fólk hættir að finna fyrir slæmu áhrifum mikillar kolvetnisneyslu eins og þreytu og doða um miðjan dag. Þess má geta að mataræði forfeðra okkar, mataræðið sem við fylgdum í milljón ár þangað til fyrir um 5-10 þúsund árum að við fórum að stunda akuryrkju, var nokkurn vegin í þessum hlutföllum, 41-43% kolvetni, 32-37% prótín og 22-25% fita. Kveðja, Perlan.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024