Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ár sjöunnar verður gott ár
Laugardagur 20. janúar 2007 kl. 13:01

Ár sjöunnar verður gott ár

Óli Stefán Flóventsson var kjörinn fyrirliði knattspyrnuliðs Grindavíkur síðastliðinn sunnudag á æfingu í Reykjaneshöll. Grindvíkingar féllu eins og kunnugt er úr Landsbankadeildinni á síðustu leiktíð og munu leika í 1. deild í sumar. Fyrirliðinn er þess fullviss að árið 2007 verði gott knattspyrnuár í Grindavík enda er tala sjö honum hugleikin svo vægt sé til orða tekið.

 

Í samtali við Víkurfréttir sagðist Óli ánægður með að vera kjörinn fyrirliði. ,,Þetta er mikill heiður en ég átti alveg eins von á þessu. Ég er næstelstur í liðinu og hef áður verið fyrirliði og varafyrirliði,” sagði Óli Stefán sem var varafyrirliði á síðustu leiktíð á meðan Óðinn Árnason, nú leikmaður Fram, var fyrirliði liðsins.

 

Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindvíkinga, skipaði svo fyrir á æfingu á sunnudag að Óli skyldi vera ,,tolleraður” að kjörinu loknu. Upp fór hann og við niðurkomuna var hann orðinn fyrirliði sinna manna. Hvernig líst honum svo á hópinn? ,,Þetta er samansafn af toppnáungum í liðinu. Mórallinn hefur aldrei verið betri og það er mjög gaman af því í ljósi þess að við féllum. Við ætlum bara að sjá til þess að árið 2007 verði gott knattspyrnuár í Grindavík,” sagði Óli sem fæddur er 7. desember, leikur alltaf númer 7 og lét húðflúra töluna á líkma sinn til þess að undirstrika ástríðu sína fyrir tölunni 7.

 

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024