Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Aprílgabb Þróttar og Víkurfrétta
Þótt Þróttarar séu stórhuga og ætli sér mikla hluti í framtíðinni er þetta íþróttasvæði ekki í bígerð.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 8. apríl 2021 kl. 16:28

Aprílgabb Þróttar og Víkurfrétta

Það má segja að falsfrétt Víkurfrétta og Þróttar hafi valdi fjaðrafoki þann fyrsta apríl en fjölmargir létu gabbast, ekki bara í Vogum.

Fréttin birtist snemma að morgni 1. apríl og fjallaði um metnaðarfulla uppbyggingu á nýju félagsheimili og gervigrasvelli í fullri stærð á íþróttasvæðis Þróttar í Vogum og iðkendur úr yngri flokkum félagsins myndu taka skóflustungu að félagsheimilinu klukkan ellefu sama dag. Vogabúum og Þrótturum var boðið til viðburðarins og mætti einhver fjöldi. Þá voru Þróttarar búnir að vinna heimavinnuna fyrir prakkarastrikið og útbúa þrívíddarteikningar af „fyrirhuguðum“ framkvæmdum sem myndu sannarlega prýða sveitarfélagið og lyfta starfi Þróttar á hærri pall.

Glæsilegt félagsheimili Þróttar mun ekki rísa – allavega ekki í bráð.

Eins og fyrr segir féllu margir fyrir fréttinni og t.a.m. sköpuðust líflegar umræður á spjallborði Facebook-síðu Suðurnesjabæjar þar sem glaðst var fyrir hönd Þróttar og varpað fram spurningum eins og hvers vegna Suðurnesjabær sýndi ekki sama myndarskap í uppbyggingu íþróttastarfs og Sveitarfélagið Vogar væri að gera. Þá gerði landeigandi í Vogum athugasemd við teikninguna sem færi að hluta yfir hans land. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ekki er annað hægt en að segja frá því að ritstjóri Víkurfrétta, sem var stunginn af í páskafrí, féll sjálfur fyrir fréttinni og vildi helst senda tökulið á staðinn til að mynda viðburðinn og taka í leiðinni viðtal við, Petru Ruth Rúnarsdóttur, formann Þróttar.