Anton valinn í landsliðið
Keflvíkingurinn Anton Freyr Hauksson hefur verið valinn í hóp U-17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu en liðið leikur á Norðurlandamóti í Noregi í byrjun ágúst. Anton er eini leikmaðurinn frá Suðurnesjum sem valinn er í 20 manna hóp en þjálfarinn Freyr Sverrisson er aðstoðarþjálfari liðsins, en hann er einmitt Keflvíkingur.