Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Antasha farin heim
Þriðjudagur 10. október 2006 kl. 12:02

Antasha farin heim

Antasha Jones-Jefferson sem kom til liðs við kvennalið Keflavíkur í lok september er farin aftur til síns heima. Ástæðan er sú að hún þótti ekki standa undir væntingum og var ekki sá leikmaður sem Keflavík var að leita af.

Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, segir að hann sé kominn með annan leikmann í sigtið en þau mál muni skýrast á næstu dögum.

Antasha lék með Keflavíkurkonum í Powerade bikarkeppninni þar sem Keflavík lá gegn Grindavík í undanúrslitum, þar gerði Antasha 10 stig og tók 5 fráköst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024