Annar Stjörnusigur gegn Njarðvík
Njarðvíkingar máttu í kvöld þola sinn annan ósigur í
Bandaríkjamaðurinn Jarrett Stephens lék sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld og lofar hann góðu. Leikmaður sem getur látið að sér kveða í teignum og tekur nokkuð pláss.
Heimamenn voru ákveðnir frá upphafi og kannski aðeins of ákveðnir þar sem Fannar Helgason fékk tvær villur í liði Stjörnunnar á upphafsmínútunum. Guðjón Lárusson kom sterkur inn fyrir Fannar og gerði nokkrar góðar körfur. Dimitar Karadzovski kom Stjörnunni í 23-16 með tveimur þriggja stiga körfum í röð og lauk leikhlutanum í stöðunni 24-18 fyrir Stjörnuna.
Varnir beggja liða tókuð nokkuð við sér í öðrum leikhluta og aukin harka færðist í leikinn. Kjartan Atli Kjartansson kom heimamönnum í 40-33 með þriggja stiga körfu en brotið var á honum í skotinu og Kjartan setti niður fjögurra stiga sókn fyrir heimamenn, þær sjást ekki á hverjum degi!
Njarðvíkingar náðu þó að klóra í bakkann og minnkuðu muninn í 3 stig fyrir leikhlé 39-36.
Garðbæingar voru ákveðnir og snemma í síðari hálfleik náðu þeir 10 stiga forystu 51-41 sem þeir létu ekki af hendi uns flautan gall. Sóknir heimamanna voru mun fjölbreyttari en Njarðvíkinga. Þeir Jovan og Dimitar voru beittir og Jarrett Stephens sýndi þokkalega takta og mun væntanlega reynsta nýliðunum betur en Calvin Roland. Hjá Njarðvík var Damon Bailey helsti sóknarbroddurinn en pirringur einnkenndi nokkuð leik beggja liða og minnstu mátti stundum muna að upp úr syði.
Njarðvíkingar sakna sárlega Egils Jónassonar og sentimetranna hans í teignum en það er væntanlega langt um liðið síðan Njarðvík mátti sætta sig við tvo ósigra gegn nýliðum í úrvalsdeild.
Eftir leik kvöldsins eru Njarðvíkingar enn með 18 stig í deildinni en Stjarnan hefur 12 stig.
VF-mynd - [email protected]: Jarrett Stephens spilaði sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld og reyndist Njarðvíkingum erfiður.