Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Annar sigur Þróttar í 1. deild
Föstudagur 25. janúar 2008 kl. 23:41

Annar sigur Þróttar í 1. deild

Þróttur Vogum nældi sér í sinn annan deildarsigur í kvöld er þeir lögðu Reyni Sandgerði í grannarimmu 1. deildar. Lokatölur leiksins voru 86-75 en leikurinn fór fram á Vatnsleysuströnd á heimavelli Þróttar.

 

Jónas Ingason fór á kostum í liði Þróttar og setti niður 20 stig en auk þess tók hann 14 fráköst, gaf 4 stoðsendingar, stal 2 boltum og varði eitt skot.

 

Gestirnir úr Sandgerði komust í 0-8 en heimamenn unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og leiddu 39-26 í hálfleik. Þróttarar komust í 50-35 en þá kom sterkur kafli hjá Reyni sem breyttu stöðunni í 55-58.

 

Heimamenn í Vogum reyndust þó sterkari á endasprettinum og höfðu að lokum 11 stiga sigur 86-75 en þetta var þeirra fyrsti leikur án bakvarðarins Daníels Guðmundssonar sem nýverið gekki í raðir Njarðvíkinga að nýju í Iceland Express deildinni.

 

VF-Mynd/ Úr safni - Jónas Ingason átti stórgóðan leik gegn Reyni í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024