Annar sigur Keflavíkur
Keflavík tók á móti Fjölni í Inkasso-deild kvenna í knattspyrnu í gær. Lokatölur leiksins urðu 2-1 fyrir Keflavík og liðið því með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og situr á toppi Inkasso- deildarinnar.
Keflavík skoraði fyrra mark sitt á 26. mínútu en Anita Lind Daníelsdóttir skoraði það eftir fyrirgjöf frá Marín Rún. Fjölnir hafði sótt stíft að marki Keflavíkur fyrir mark heimakvenna og kom því markið gegn gangi leiksins, lið Fjölnis var líklegra til að bæta við marki í fyrrihálfleik en þegar liðin gengu inn í klefa í hálfleik var staðan 1-0 fyrir Keflavík.
Fjölnir byrjaði seinni hálfleik af krafti og átti nokkrar góðar sóknir sem ekkert varð úr. Á 70. mínútu gerði Keflavík breytingu á liði sínu þegar Eva Lind Daníelsdóttir kom inn á fyrir Kristínu Ýr Holm, Katla María Þórðardóttir kom inn á fyrir Þóru Kristínu Klemenzdóttur á 78. mínútu og Keflavík gerði þriðju sína á 83. mínútu þegar Una Margrét Einarsdóttir kom inn á fyrir Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttur.
Keflavík komst í 2-0 forystu á 84. mínútu þegar Mairead Clare Fulton skoraði og staðan því 2-0 fyrir heimakonur. Fjölnir minnkaði muninn á 87. mínútu þegar Mist Þormóðsdóttir Grönvold skoraði. Birgitta Hallgrímsdóttir kom inn á fyrir Marín Rún Guðmundsdóttir á 88. mínútu. Alls var sjö mínútum bætt við venjulegan leiktíma og lokatölur leiksins 2-1 fyrir Keflavík, annar sigurinn því í höfn hjá liði Keflavíkur sem ætlar sér að enda á toppi deildarinnar í sumar.