Annað tap Keflvíkinga í röð
Óvæntur sigur FSU í TM-höllinni
Keflvíkingar töpuðu sínum öðrum leik í röð í Domino's deild karla í kvöld þegar lið FSU hafði 100-110 sigur í TM-höllinni. Þetta var aðeins annað tap Keflvíkinga í vetur á meðan nýliðar FSU voru að næla í sinn annan sigur í deildinni. Eftir leikinn eru KR-ingar búnir að jafna Keflvíkinga á toppi deildarinnar en bæði lið eru með 14 stig.
Earl Brown Jr. skoraði 30 stig fyrir Keflvíkinga í kvöld en heimamenn áttu í mestu vandræðum með bandaríska leikmann FSU, Chris Woods, sem skoraði 36 stig og tók 30 fráköst í leiknum!