Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 25. apríl 2002 kl. 15:43

Anna María þjálfari ársins og Damon besti útlendingurinn

Lokahóf KKÍ var haldið á Broadway í gær þar sem leikmönnum, þjálfurum og dómurum sem þóttu skara fram úr í úrvalsdeilda karla og kvenna voru veitt verðlaun fyrir árangurinn. Anna María Sveinsdóttir þjálfari kvennaliðs Keflavíkur var kjörin besti þjálfarinn og Damon Johnson leikmaður Keflvíkinga var kosinn besti erlendi leikmaður Epson-deildar.Kosið var í úrvalslið í bæði karla og kvennaflokki og áttu Suðurnesjamenn fulltrúa í báðum liðum. Í kvennaliðinu voru Erla Þorsteinsdóttir og Birna Valgarðsdóttir úr Keflavík og í karlaliðinu var Friðrik Stefánsson úr Njarðvík. Þess má geta að það voru leikmenn og þjálfarar liðanna sem sáu um að velja og fór kosningin fram fyrir úrslitakeppnina. Það vekur þó óneitanlega athygli hve fáir Suðurnesjamenn fengu verðlaun og ótrúlegt að einungis einn úr þreföldu meistaraliði Njarðvíkinga hafi fengið verðlaun.
Einnig voru gefnir bikarar fyrir ýmsa tölfræði þætti og fékk Helga Jónasardóttir úr Njarðvík fyrir flest fráköst í leik og Gunnar Einarsson úr Keflavík fyrir bestu nýtinguna í þriggjastigaskotum. Jón Halldórsson stjórnarmaður í Njarðvík fékk sérstök verðlaun fyrir að vera „besti“ stjórnarmaðurinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024