Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Anna María Sveinsdóttir „Þessir leikir eru í sérflokki“
Laugardagur 19. febrúar 2011 kl. 11:33

Anna María Sveinsdóttir „Þessir leikir eru í sérflokki“

Anna María Sveinsdóttir er leikjahæsti og stigahæsti leikmaður frá upphafi í efstu deild kvenna. Hún hefur unnið fjöldan allan af titlum bæði sem leikmaður og þjálfari með Keflavík. Hana þarf vart að kynna fyrir aðdáendum körfuknattleiks. Anna María er þó ekki mikið í sviðsljósinu þessa dagana enda hefur hún snúið sér að öðrum hlutum ótengdum körfubolta. Við tókum hús á goðsögninni og fengum hana til að rýna í úrslitaleiki dagsins í bikarkeppni KKÍ þar sem gamla liðið hennar tekur á móti KR stúlkum og Grindvíkingar berjast sömuleiðis við KR hjá körlunum.


Fylgistu enn með körfuboltanum?
„Að sjálfsögðu fylgist ég enn mikið með körfunni, sonur minn er farinn að banka á dyrnar hjá meistaraflokki og svo finnst mér ég nú eiga alltaf eitthvað í þessu stelpuliði alveg sama hvað hver segir.“

Hvernig fer Keflavík-KR?

„Ég geri ráð fyrir hörku leik hjá stelpunum og Keflavík vinnur með 4 stigum.
Í þeim leik tel ég að það lið sem mætir með meira sjálfstraust í leikinn vinni, það er eðlilegt að vera með fiðring í maganum fyrir leik en þegar í leikinn er komið er þetta bara körfubolti.“


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvernig fer hjá Grindavík og KR?

„Karlaleikurinn verður ekki eins spennandi held ég, KR vinnur þar með 14 stigum. Ég einfaldlega held að KR liðið sé bara betur mannað en Grindavík, stemmingin er líka þeim megin.“


Hvað mun ráða úrslitum í þessum leikjum?

Í svona leik þá skiptir engu máli hvar liðin eru stödd í deildinni þessir leikir eru alveg í sérflokki, en auðvitað gefur það liðum gott sjálfstraust að vera búin að spila vel leikina á undan en ég held að það ráði ekki úrslitum í leikjunum.“

Á að skella sér í höllina?
„Ég þori varla að segja það að ég ætla ekki á leikina ég er upptekin við annað. Þegar maður er hættur sjálfur í boltanum þá forgangsraðar maður öðruvísi körfubolti var nr. 1, 2 og 3 hjá mér í 24 ár en er það ekki lengur, og að lokum vil ég bara segja áfram Keflavík.“