Anna María stendur sig vel í metleik
Anna María Sveinsdóttir, körfuknattleikskempa frá Keflavík, lék sinn 56. leik fyrir landslið Íslands í gær og er það meira en nokkur önnur hefur gert. Ísland vann öruggan sigur, 85-44, og Anna stóð sig með mikilli prýði eins og við var að búast og skoraði 13 stig og tók 12 fráköst.
Fjölmargar Suðurnesjastúlkur eru auk Önnu í liðinu en þær eru í Andorra að keppa á Promotion Cup ásamt liðum frá Azerbaijan, Andorra og Möltu.
Fjölmargar Suðurnesjastúlkur eru auk Önnu í liðinu en þær eru í Andorra að keppa á Promotion Cup ásamt liðum frá Azerbaijan, Andorra og Möltu.