Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Anna María og Eyrún Ösp vinningshafar í Metabolic
Föstudagur 23. desember 2011 kl. 15:00

Anna María og Eyrún Ösp vinningshafar í Metabolic

Dregið var út í jólaleiknum hjá Styrktarþjálfun.is í gær. Í verðlaun var 6 vikna námskeið í Metabolic í Reykjanesbæ og í Grindavík. Það var vel við hæfi að Anna María Sveinsdóttir sem nú gegnir stöðu aðstoðar landsliðsþjálfara kvenna í körfu væri dregin út í Reykjanesbæ og tekur hér á myndinni á móti gjafabréfinu frá Helga Guðfinnssyni, aðstoðar landsliðsþjálfara karlaliðsins í körfu. Helgi mun væntanlega ekki sýna Önnu Maríu neina miskun í Metabolic.

Vinningshafinn í Grindavík var Eyrún Ösp Ottósdóttir, 18 ára nemandi við FS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Styrktarþjálfun.is vill nota tækifærið og óska öllum landsmönnum gleðilegra jóla og þakka þær frábæru undirtektir sem Metabolic hefur fengið.

www.styrktarthjalfun.is