Anna María og Eyrún Ösp vinningshafar í Metabolic
Dregið var út í jólaleiknum hjá Styrktarþjálfun.is í gær. Í verðlaun var 6 vikna námskeið í Metabolic í Reykjanesbæ og í Grindavík. Það var vel við hæfi að Anna María Sveinsdóttir sem nú gegnir stöðu aðstoðar landsliðsþjálfara kvenna í körfu væri dregin út í Reykjanesbæ og tekur hér á myndinni á móti gjafabréfinu frá Helga Guðfinnssyni, aðstoðar landsliðsþjálfara karlaliðsins í körfu. Helgi mun væntanlega ekki sýna Önnu Maríu neina miskun í Metabolic.
Vinningshafinn í Grindavík var Eyrún Ösp Ottósdóttir, 18 ára nemandi við FS.
Styrktarþjálfun.is vill nota tækifærið og óska öllum landsmönnum gleðilegra jóla og þakka þær frábæru undirtektir sem Metabolic hefur fengið.
www.styrktarthjalfun.is