Anna María hetja Njarðvíkur er þær slógu bikarmeistarana út
Nú rétt í þessu voru Njarðvíkurstúlkur að slá núverandi bikarmeistara Hauka út úr Powerade-bikarnum í Ljónagryfjunni. Lokatölur urðu 70-68 Njarðvík í vil. Shayala Fields var allt í öllu hjá Njarðvík en hún skoraði 32 stig ásamt því að gefa 6 stoðsendingar. Dita Liepkalne bætti við 9 stigum og 8 fráköstum og Ólöf Helga Pálsdóttir var einnig með 9 stig.
Lokamínútan var æsispennandi en Haukar voru tveimur stigum yfir þegar 25 sekúndur voru eftir, Njarðvíkingar tóku leikhlé og þegar 7 sekúndur lifðu af leiknum setti Anna María Ævarsdóttir niður risastórt þriggjastiga skot og kom Njarðvík einu stigi yfir. Haukum tókst svo ekki að skora og Anna María fór á línuna þegar um sekúnda var eftir og innsiglaði glæsilegan sigur hjá Njarðvíkurstúlkum.