Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 11. apríl 2002 kl. 15:14

Anna María heldur áfram að þjálfa Keflavíkurstúlkur

Anna María Sveinsdóttir, körfuknattleikskona, og stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hafa komist að samkomulagi þess efnis að Anna María haldi áfram þjálfun kvennaliðsins á næsta tímabili. Þetta eru góðar fréttir fyrir Keflvíkinga enda er Anna María góður leiðtogi og hefur verið að ná meiri og meiri tökum á þjálfun liðsins upp á síðkastið. Hún mun þó ekki spila með liðinu. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024