Sunnudagur 9. desember 2007 kl. 11:22
Anna kann enn sitthvað fyrir sér
B lið Keflavíkur mætti Íslands- og bikarmeisturum Hauka í 16 liða úrslitum Lýsingarbikarsins í kvennaflokki í gærdag. Haukar fóru með stóran 117-28 sigur af hólmi þar sem Kristrún Sigurjónsdóttir gerði 37 stig fyrir Hauka. Ein besta körfuknattleikskona Íslands fyrr og síðar, Anna María Sveinsdóttir, sýndi að hún hefur engu gleymt. Anna gerði 11 stig og tók 8 fráköst fyrir Keflavík B.
Tölfræði leiksins
VF-Mynd/ Stefán Þór Borgþórsson, [email protected] – Anna María í leiknum gegn Haukum þar sem Keflavík B sá aldrei til sólar.