Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Aníta Lóa með sigur á bikarmóti
Mánudagur 27. janúar 2014 kl. 12:18

Aníta Lóa með sigur á bikarmóti

- hefur tryggt sér þátttöku í A- landsliði Íslands fyrir árið 2014

Um síðustu helgi fór fram Bikarmót í samkvæmisdansi og sigruðu þau Aníta Lóa Hauksdóttir Njarðvíkurmær og dansfélagi hennar Pétur Fannar Gunnarsson frá dansdeild HK í flokki Ungmenna Standard og urðu þau einnig í 2. sæti í flokki fullorðinna.

Pétur og Aníta eru aðeins 15 ára gömul. Pétur og Aníta eru einnig Norður Evrópumeistarar í Standard og Latín dönsum. Þau eru á leiðinni nú í febrúar til Danmerkur þar sem þau munu keppa á Copenhagen Open sem er mjög stór alþjóðleg keppni.

Þau hafa nú þegar tryggt sér þátttöku í A- landsliði Íslands fyrir árið 2014.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024