Aníta Lóa í fremstu röð á heimsmeistaramóti í dansi
Njarðvíkingurinn Aníta Lóa Hauksdóttir og dansfélagi hennar, Pétur Fannar Gunnarsson, hrepptu 7. sæti í tveimur keppnum á opnu heimsmeistaramóti unglinga í samkvæmisdönsum, sem haldið var í París um síðastliðna helgi. Aníta og Pétur eru meðal sterkustu dansara í heimi á þeirra aldri.
Einnig tóku þau þátt í Disneycup sem var keppni haldin samhliða heimsmeistaramótinu og náðu þar 3. sæti í Latin-dönsum og 6. sætinu í ballroom dönsum.
Efri myndin er tekin á heimsmeistaramótinu en sú neðri er frá keppni sem haldin var í Hafnarfirði nóvember.