Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Andrija Ciric til Keflavíkur
Mánudagur 7. febrúar 2011 kl. 17:51

Andrija Ciric til Keflavíkur

Keflavík hefur náð samkomulagi við leikmann frá Serbíu, að nafni Andrija Ciric, um að spila með Keflavíkurliðinu í komandi átökum í Iceland Express deildinni. Þessu greinir keflavik.is frá.

Ciric þessi er fæddur árið 1980, 199cm á hæð og spilar bakvarðar- og framherjastöðu. Ciric hefur m.a. spilað í Kýpur, Ungverjalandi og Póllandi síðustu 3 ár.

Vonir standa til að hann fylli rækilega í skarð Lazar Trifunovic, sem hvarf á braut á dögunum en næsti leikur Keflavíkur er á heimavelli gegn Fjölni á fimmtudaginn.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024